Fćrsluflokkur: Bloggar
Rússland Pútíns vekur athygli fjölmiđla
23.7.2009 | 20:09
Óhćtt er ađ fullyrđa ađ íslensk útgáfa Urđar bókafélags á Rússlandi Pútíns, bók Önnu Politkovskaju, hafi vakiđ töluverđa athygli fjölmiđla hér á landi. Verđskuldađa athygli. Fréttablađiđ birti viđtal viđ Elínu Guđmundsdóttur, ţýđanda bókarinnar, sl. mánudag og Kristján Jónsson, blađamađur á Morgunblađinu, fjallađi um bókina í listapistli í blađinu sl. ţriđjudag. Fyrirsögn pistilsins var Bók fyrir viđkvćmar sálir? Nei!
Í pistli sínum lýsir Kristján, sem er ţrautreyndur blađamađur á erlendri fréttadeild Morgunblađsins, bókinni í stuttu en hnitmiđuđu máli, og ýkir alls ekki ţegar hann segir mynd ţá er Politkovskaja dregur upp svo nístandi ađ hún lćtur engan ósnortinn. Kristján segir bókina ekki viđkvćmar sálir en fáar bćkur hafa vakiđ jafnmikla athygli í heiminum á undanförnum árum og Rússland Pútíns.
Allt síđan Vladimír Pútín tók viđ forsetaembćttinu í Rússlandi af Boris Jeltsin hinn 7. maí 2000 hefur hann lagt allt kapp á ađ draga upp glansmynd af landi sínu. Samkvćmt ţeirri mynd hefur Rússland veriđ eitt örast vaxandi hagkerfi heims og lífsgćđi í landinu aukist verulega. Ţetta er ţó ađeins ytri ásýnd landsins en heima fyrir blasti allt önnur sjón viđ Önnu Politkovskaju og ýmsum samherjum hennar. Ţessari sjón lýsir hún í Rússlandi Pútíns, tilfinningaţrunginni og áhrifamikilli frásögn hugsjónakonu sem gerđi sér fyllilega grein fyrir ţeirri hćttu sem hún lagđi sig í. Hún varđ hins vegar ađ láta umheiminn vita af ţví sem gekk á í heimalandi sínu og ţađ kostađi hana lífiđ.
Í áđurnefndum pistli sínum veltir Kristján Jónsson upp ţeirri spurningu hvort viđ eigum ađ trúa Önnu Politkovskaju og segir síđan:
Viđ getum ađeins reynt ađ nota eigin dómgreind. Allt snýst ţetta um trúverđugleika. Viđ erum ekki sjálf á stađnum, tölum ekki einu sinni máliđ. En mikiđ af ţví sem hún fullyrđir rökstyđur hún vandlega međ ţví ađ vitna í opinber gögn. Stundum vitnar hún í heimildarmenn undir dulnefni.
Sumt getum viđ sannreynt strax. Polítkovskaja segir ađ í máli umdeilds ofursta, Júrís Búdanovs, hafi í upphafi veriđ reynt ađ fá hann sýknađan af morđákćru í Tsjetsjníu međ ţví ađ segja ađ hann hafi ekki veriđ sjálfráđur gerđa sinna vegna geđrćns sjúkdóms.
Hvert leitađi verjandinn (sem reyndar naut í upphafi fulls stuđnings saksóknarans!) um sérfrćđiálit? Til Serbskí-stofnunarinnar sem í tíđ sovétstjórnarinnar var látin úrskurđa andófsmenn geđveika.
Tamara Petsjerníkova, prófessor viđ stofnunina, tók ţá ţátt í ţessum andstyggilega skollaleik međ frćđi sín í ţágu Kremlverja. Hún starfar enn hjá Serbskí og niđurstađa Petsjerníkovu var auđvitađ ađ Búdanov hefđi ekki veriđ sjálfráđur gerđa sinna vegna tímabundinnar geđveiki. Niđurstöđu hennar var síđar vísađ frá en tengingin viđ sovétskeiđiđ vekur óhug.
Anna Politkovskaja fannst myrt í lyftu í íbúarblokk sinni í Moskvu hinn 7. október 2006. Enn hefur enginn veriđ sakfelldur fyrir morđiđ en síđan hafa nokkrir ţekktir samherjar hennar falliđ fyrir hendi morđingja.
Rússland Pútíns er fáanleg í öllum helstu bókaverslunum en hana má einnig panta beint frá Urđi bókafélagi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Rússland Pútíns
15.7.2009 | 12:05
Urđur bókafélag hefur gefiđ út bókina Rússland Pútíns eftir rússnesku blađakonuna Önnu Politkovskaju og fćst hún í flestum bókabúđum.
Í bókinni lýsir Anna Politkovskaja daglegu lífi í Rússlandi eins og ţađ kom henni fyrir sjónir. Hún var mikil baráttukona fyrir mannréttindum og andstćđingur stríđsins í Tsjetsjeníu og hefur hún veriđ kölluđ samviska Rússlands.
Anna Politkovskaja var myrt viđ heimili sitt í Moskvu 7. október 2006 og en hefur enginn veriđ dćmdur fyrir morđiđ.
Bloggar | Breytt 18.7.2009 kl. 17:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Paul Krugman: Aftur til kreppuhagfrćđi: Krísan 2008
2.7.2009 | 14:30
Urđur bókafélag hefur gefiđ út bókina Aftur til kreppuhagfrćđi: Krísan 2008 eftir Paul Krugman, Nóbelsverđlaunahafa í hagfrćđi áriđ 2008. Bókin fćst í flestum bókabúđum.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Rússland Pútíns
25.6.2009 | 14:31
Morđiđ á rússnesku blađakonunni Önnu Politkovskaju vakti á sínum tíma heimsathygli enda hafđi hún međ skrifum sínum vakiđ athygli heimsins á ţví ađ sú mynd sem Vladimir Pútín, ţáverandi forseti Rússlands, hafđi dregiđ upp af landinu og sjálfum sér sem leiđtoga ţess var fjarri sannleikanum.
Politkovskaju verđur lengi minnst fyrir bók sína Rússland Pútíns sem Urđur bókafélag mun á nćstu vikum gefa út á íslensku. Sem stendur er bókin í prentun og verđur útgáfa hennar auglýst nánar síđar.
Sýknudómar í Politkovskaju-máli ógiltir | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)