Bretaveldi - ný bók eftir Jón Ţ. Ţór

bretaveldi

Sú var tíđ ađ Bretar réđu víđfeđmasta heimsveldi sem mannkynssagan kann frá ađ greina. Saga ţess hófst á valdadögum Elísabetar I – meykonungsins – á sextándu öld og stóđ allt fram á tuttugustu öld. Ţegar veldi Breta var mest, skömmu eftir 1920, réđu ţeir löndum í öllum heimsálfum, um ţađ bil fjórđungi af öllu ţurrlendi jarđar, og ţá var sagt ađ alltaf vćri sól á lofti einhvers stađar í ríkjum Bretakonungs.

Nú er ţetta liđin tíđ. Hiđ forđum svo volduga Bretaveldi heyrir sögunni til. Utan Bretlandseyja ráđa Bretar einungis fáeinum smáríkjum og löndum, sumum ađeins ađ nafninu til. Arfur heimsveldisins lifir hins vegar enn, ekki síst í útbreiđslu og notkun enskrar tungu í flestum heimshlutum.

Í ţessari fróđlegu og lćsilegu bók rekur Jón Ţ. Ţór sagnfrćđingur sögu Bretaveldis í stuttu máli. Hann skýrir ris ţess og hnig og varpar ljósi á áhugaverđan ţátt mannkynssögunnar á undanförnum fjórum til fimm öldum. Hér koma viđ sögu ótal margar konur og karlar sem áttu ţátt í ađ móta ţann heim sem viđ ţekkjum nú á dögum.


Ný bók: Víkingar og vćringjar eftir Jón Ţ. Ţór

ForsíđaVíkingaöldin er eitt áhugaverđasta og merkasta tímabiliđ í gjörvallri sögu Norđurlanda. Hún stóđ frá ţví skömmu fyrir aldamótin 800 og fram á síđari hluta elleftu aldar. Á víkingaöld urđu Norđurlandabúar hlutgengir Evrópumenn. Ţeir fóru í víkingaferđir til Bretlandseyja,  Frakklands, suđur í Miđjarđarhaf,  austur til Rússlands og Svartahafs, fundu og námu ný lönd í Norđur-Atlantshafi – Fćreyjar, Ísland og Grćnland – og sigldu allt vestur til Ameríku. Margir Norđurlandabúar,ţeirra á međal nokkrir Íslendingar, gengu í ţjónustu keisarans í Miklagarđi (Konstantínópel, nú Istanbúl), voru hermenn hans og lífverđir. Ţeir voru nefndir Vćringjar.

Í ţessari fróđlegu og lćsilegu bók rekur Jón Ţ. Ţór meginţćtti í sögu víkingaaldar, lýsir herferđum víkiÍnganna, landkönnun og landafundum, kaupferđum og myndun kaupstađa og konungsríkja á Norđurlöndum.


Myndir á háalofti

myndir_a_haalofti_forsidaMyndir sem fundust á háalofti í fjölskylduhúsi í Reykjavík eru kveikjan ađ ţessari bók. Hér er sögđ saga íslenskrar alţýđufjölskyldu á seinni hluta nítjándu aldar og fyrri hluta ţeirrar tuttugustu, saga Guđmundar Viborg listamanns og fyrsta vélstjóra á Íslandi, konu hans og barna.

Í lífi fjölskyldunnar skiptust á ástir og sorgir, vćntingar og brostnar vonir, skilnađur og nýtt líf í Reykjavík og í Kanada. Sagan teygir anga sína vestan af fjörđum, suđur í Borgarfjörđ, til barónsins á Hvítárvöllum, til Reykjavíkur og vestur um haf, í átök fyrri heimsstyrjaldarinnar og aftur heim til Íslands.

Höfundurinn, Sigríđur Svana Pétursdóttir, er sagnfrćđingur og langafabarn Guđmundar Viborg og byggir frásögnina ađ mestu á rannsókn áđur lítt kannađra frumheimilda.


Feigđarflan til Íslands

feigdarflan_forsidaSjöunda bók Kim M. Kimselius sem kemur út á íslensku. Eins og ađrar bćkur Kim er ţessi bók mjög spennandi og fróđleg. Sagan gerist á Íslandi á ýmsum tímum Íslandssögunnar. Ramóna og vinir hennar lenda ótrúlegum ćvintýrum og mannraunum en allt fer vel ađ lokum.


Aftur til Pompei aftur fáanleg

PompeiUnglingaókin vinsćla Aftur til Pomepi efter Kim M. Kimselius er nú aftur fáanleg eftir ađ hafa veriđ uppseld í tvö ár.


Katrín mikla

    DSC_1166 (3)Katrín mikla - konan sem breytti Rússlandi 

           eftir Jón Ţ. Ţór           

Saga Katrínar er ćvintýri líkust. Hún komst til valda  ţegar hún steypti eiginmanni sínum af keisarastóli áriđ 1762 og ríkti sem alvöld keisarainna í Rússlandi til dauđadags áriđ 1796. Á valdatíma sínum kom hún fram miklum umbótum í rússneska keisaradćminu og vann mikla sigra i utanríkismálum.fćrđi landamćri ríkis síns út svo um munađi og gerđi Rússland ađ hlutgengu evrópsku stórveldi. Á efri árum naut hún ađdáunar víđa um lönd og heima fyrir fóru vinsćldir hennar vaxandi  međ hverju ári. Rússar gáfu henni viđurnefniđ "mikla"  og skáldiđ Púsjkín lýsti henni sem "viturri "móđur"  rússnesku jóđarinnar.                                    

 


Frá miklahvelli til mannheima eftir Ólaf Halldórsson og Lúđvík E. Gústavsson

image002Frá miklahvelli til mannheima  er saga alheimsins. Sagt er frá  síaukinni fjölbreytni alheimsins eftir miklahvell. Úr einföldum ögnum verđa til stjörnur og vetrarbrautir. Svo bćtir í fjölbreytni ţegar líf kviknar á einum fylgihnetti tiltekinnar stjörnu, sólar okkar. Miklu seinna koma fram lífverur sem skynja sjálfar sig út fyrir ramma augnabliksins - mannfólkiđ.
Bókin er ekki bara saga alheimsins, lífsins eđa mannfólksins. Međ ţví ađ horfa á alheiminn sem eina órofna heild, eina alsögu, sjáum viđ betur af hverju viđ urđum ţćr manneskjur sem viđ erum og höfum örlög jarđarinnar í hendi okkar.


Svartidauđi

DSC_1148 (2)Urđur bókafélag hefur gefiđ út bókina Svartadauđa eftir Kim M. Kimselius og er ţađ sjötta bók ţessa vinsćla sćnska höfundar sem kemur út á íslensku.

Sagan gerist áriđ 1348, áriđ ţegar Plágan mikla – Svartidauđi – herjađi í Evrópu og lagđi nćrri helming íbúa álfunnar ađ velli. Ramóna og Theó eru á ferđalagi á Ítalíu ţegar ţau flytjast skyndilega til í tíma og hafna í Flórens á árinu 1348, ţegar Svartidauđi geisađi í borginni. Í Flórens kynnast ţau ungri stúlku, Minette, sem býr yfir hrikalegu leyndarmáli. Ţá átta Ramóna og Theó sig á ţví hvar ţau eru og á hvađa tíma og flýja úr borginni ásamt Minette.

Saman lenda ţau í spennandi en óhugnanlegum ćvintýrum.


Tilbođ frá Urđi bókafélagi

Jólin nálgast og Urđur bókafélag hefur ákveđiđ ađ bjóđa eftirfarandi bókatilbođ:

Allar bćkur Kim Kimselius (fimm titlar) í einum pakka á kr. 5000,-
Sá er mađurinn 1 og 2 saman á kr. 4000,-
Bogi Th. Melsteđ - Ćvisaga hugsjónamanns á kr. 2500,-Sjandri og úfurinn á kr. 400,-

Athugiđ ađ um forlagsverđ er ađ rćđa og ţessi tilbođ gilda ađeins ef bćkurnar eru keyptar beint frá forlaginu. Tilbođin gilda fram ađ áramótum.


Ofan Vatns eftir Jane Aamund

DSC_1028Í ţriđja og síđasta hluta Klingivalstrílógíu danska rithöfundarins Jane Aamund segir frá Jósef, elsta syni Júlíönu Jensen. Jósef er myndarlegur og heillandi ungur mađur sem margar konur líta hýru auga. Hann syngur í óperukór Konunglega leikhússins, reynist hafa dulda viđskiptahćfileika og er almennt ungur mađur á uppleiđ.

Júlíana gleđst yfir velgengni hans og í hvert sinn sem hann er međ í nýrri óperu eđa statisti í leikriti situr hún á sínum stađ á svölunum međ prógrammiđ á hnjánum og horfir ađdáunaraugum á son sinn.

Öll fjölskyldan fylgist síđan forviđa međ frama hans og gjálífi sem stendur ţar til hin unga fröken Weibel frá Lemvig á Jótlandi hringir dyrabjöllunni á stóru einbýlishúss í Hellerup.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband