Bloggfærslur mánaðarins, mars 2020

Ný bók: Víkingar og væringjar eftir Jón Þ. Þór

ForsíðaVíkingaöldin er eitt áhugaverðasta og merkasta tímabilið í gjörvallri sögu Norðurlanda. Hún stóð frá því skömmu fyrir aldamótin 800 og fram á síðari hluta elleftu aldar. Á víkingaöld urðu Norðurlandabúar hlutgengir Evrópumenn. Þeir fóru í víkingaferðir til Bretlandseyja,  Frakklands, suður í Miðjarðarhaf,  austur til Rússlands og Svartahafs, fundu og námu ný lönd í Norður-Atlantshafi – Færeyjar, Ísland og Grænland – og sigldu allt vestur til Ameríku. Margir Norðurlandabúar,þeirra á meðal nokkrir Íslendingar, gengu í þjónustu keisarans í Miklagarði (Konstantínópel, nú Istanbúl), voru hermenn hans og lífverðir. Þeir voru nefndir Væringjar.

Í þessari fróðlegu og læsilegu bók rekur Jón Þ. Þór meginþætti í sögu víkingaaldar, lýsir herferðum víkiÍnganna, landkönnun og landafundum, kaupferðum og myndun kaupstaða og konungsríkja á Norðurlöndum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband