Bretaveldi - ný bók eftir Jón Ţ. Ţór

bretaveldi

Sú var tíđ ađ Bretar réđu víđfeđmasta heimsveldi sem mannkynssagan kann frá ađ greina. Saga ţess hófst á valdadögum Elísabetar I – meykonungsins – á sextándu öld og stóđ allt fram á tuttugustu öld. Ţegar veldi Breta var mest, skömmu eftir 1920, réđu ţeir löndum í öllum heimsálfum, um ţađ bil fjórđungi af öllu ţurrlendi jarđar, og ţá var sagt ađ alltaf vćri sól á lofti einhvers stađar í ríkjum Bretakonungs.

Nú er ţetta liđin tíđ. Hiđ forđum svo volduga Bretaveldi heyrir sögunni til. Utan Bretlandseyja ráđa Bretar einungis fáeinum smáríkjum og löndum, sumum ađeins ađ nafninu til. Arfur heimsveldisins lifir hins vegar enn, ekki síst í útbreiđslu og notkun enskrar tungu í flestum heimshlutum.

Í ţessari fróđlegu og lćsilegu bók rekur Jón Ţ. Ţór sagnfrćđingur sögu Bretaveldis í stuttu máli. Hann skýrir ris ţess og hnig og varpar ljósi á áhugaverđan ţátt mannkynssögunnar á undanförnum fjórum til fimm öldum. Hér koma viđ sögu ótal margar konur og karlar sem áttu ţátt í ađ móta ţann heim sem viđ ţekkjum nú á dögum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband