Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2017

Frá miklahvelli til mannheima eftir Ólaf Halldórsson og Lúđvík E. Gústavsson

image002Frá miklahvelli til mannheima  er saga alheimsins. Sagt er frá  síaukinni fjölbreytni alheimsins eftir miklahvell. Úr einföldum ögnum verđa til stjörnur og vetrarbrautir. Svo bćtir í fjölbreytni ţegar líf kviknar á einum fylgihnetti tiltekinnar stjörnu, sólar okkar. Miklu seinna koma fram lífverur sem skynja sjálfar sig út fyrir ramma augnabliksins - mannfólkiđ.
Bókin er ekki bara saga alheimsins, lífsins eđa mannfólksins. Međ ţví ađ horfa á alheiminn sem eina órofna heild, eina alsögu, sjáum viđ betur af hverju viđ urđum ţćr manneskjur sem viđ erum og höfum örlög jarđarinnar í hendi okkar.


Svartidauđi

DSC_1148 (2)Urđur bókafélag hefur gefiđ út bókina Svartadauđa eftir Kim M. Kimselius og er ţađ sjötta bók ţessa vinsćla sćnska höfundar sem kemur út á íslensku.

Sagan gerist áriđ 1348, áriđ ţegar Plágan mikla – Svartidauđi – herjađi í Evrópu og lagđi nćrri helming íbúa álfunnar ađ velli. Ramóna og Theó eru á ferđalagi á Ítalíu ţegar ţau flytjast skyndilega til í tíma og hafna í Flórens á árinu 1348, ţegar Svartidauđi geisađi í borginni. Í Flórens kynnast ţau ungri stúlku, Minette, sem býr yfir hrikalegu leyndarmáli. Ţá átta Ramóna og Theó sig á ţví hvar ţau eru og á hvađa tíma og flýja úr borginni ásamt Minette.

Saman lenda ţau í spennandi en óhugnanlegum ćvintýrum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband