Færsluflokkur: Bækur
Fyrsta íslenska fræðiritið sem kemur út í frumútgáfu á rafbókarformi
31.1.2013 | 14:30
Í dag gefur Urður bókafélag út bókina Sjóðurinn. Saga Fiskiveiðasjóðs Íslands og Fiskveiðasjóðs Íslands 1905-1997 eftir Jón Þ. Þór, sagnfræðing og prófessor við Háskólann á Akureyri. Bókin mun vera hin fyrsta meðal íslenskra fræðirita sem gefin er út í frumútgáfu sem rafbók og sem slík er hún seld hjá rafbókabúðinni Skinnu (skinna.is).
Fáar stofnanir hafa gegnt jafn veigamiklu hlutverki í uppbyggingu íslensks efnahagslífs og atvinnulífs á 20. öld og Fiskveiðasjóður Íslands sem starfaði í 92 ár og er ein farsælasta fjármálastofnunin í sögu þjóðarinnar. Sjóðurinn, eins og Fiskveiðasjóður hét í daglegu tali útgerðarmanna, fjármagnaði stóran hluta uppbyggingar vélbátaflotans á 20. öld og síðustu árin einnig uppbyggingu togaraflotans auk hvers kyns stærri skipa. Þá kom hann ennfremur mikið að uppbyggingu fiskiðjuvera, hafnarframkvæmda, verbúða o.s.frv. Árið 1997 var Fiskveiðasjóður sameinaður fleiri sjóðum í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) sem átti sér skamma og heldur dapurlega sögu.
Sjóðurinn. Saga Fiskiveiðasjóðs Íslands og Fiskveiðasjóðs Íslands 1905-1997 er sem áður segir fyrsta íslenska fræðiritið sem gefið er út í frumútgáfu sem rafbók. Bókin er fáanleg hjá rafbókabúðinni Skinnu og kostar 4.990 krónur.
Bók frá Urði er góð bók!
Bækur | Breytt 5.2.2013 kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fallöxin er komin í bókabúðir
7.11.2012 | 19:13
Urður bókafélag gefur út bókina Fallöxin eftir Kim M. Kimselius. Hér er á ferðinni fjórða bókin um flakk unglinganna Ramónu og Theó um söguna. Bókin er nú fáanleg í flestum bókabúðum.
Smelltu hér til að lesa meira um Fallöxina eftir Kim M. Kimselius.
Tryggðu þér eintak af Fallöxinni!
Bók frá Urði er góð bók!
Bækur | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)