Dagrenning eftir Ingólf Sverrisson
19.11.2015 | 14:52
Í þessari bráðskemmtilegu bók reynir höfundur að gera sér grein fyrir því sem hann upplifði, vitandi eða óafvitandi, á fyrstu fimm árum ævinnar. Hann segir frá áhugamálum sínum og væntingum, foreldrum, systkinum og vinum og hvernig daglegt líf á Akureyri kom ungum dreng fyrir sjónir um miðbik 20 aldar.
Bloggar | Breytt 24.10.2016 kl. 05:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Júlíana Jensen
30.7.2015 | 23:15
Önnur bókin í KLINGIVALS-trílógíu danska rithöfundarins Jane Aamund.
Fyrsta bókin, Klingivalsinn, kom út árið 2012.
Hér segir áfram frá Júlíönu Jensen og litríkri fjölskyldu hennar. Einstaklega hugljúf og skemmtileg saga sem lýsir vel aldaranda og erfiðri lífsbaráttu alþýðufólks í Kaupmannahöfn um aldamótin 1900. Þriðja bókin er væntanleg snemma á næsta ári.
Bloggar | Breytt 1.8.2015 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bogi Th. Melsteð - Ævisaga hugsjónamanns
1.4.2015 | 10:13

Bloggar | Breytt 7.4.2015 kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Landnámsmenn úr landnorðri
4.6.2014 | 11:36

Hvaðan komu landnámsmenn á Íslandi? Fram til þessa hefur því oftast verið haldið fram að þeir hafi nær allir komið úr suðvestanverðum Noregi en í þessu nýja verki bregður norski sagnfræðingurinn Alf Ragnar Nielssen nýju ljósi á landnámssöguna og sýnir fram á að hartnær þriðjungur þeirra landnámsfjölskyldna sem getið er í fornum heimildum íslenskum kom frá Norður-Noregi af Hálogalandi og úr Naumudal. Hann greinir frá uppruna þeirra, hvaðan þær komu í Noregi og hvar þær settust að á Íslandi. Þetta er fróðleg og athyglisverð viðbót við landnámssöguna og skýrir mörg forvitnileg atriði.
Alf Ragnar Nielssen er prófessor í sögu fyrri alda við Universitetet i Nordland í Bodø og starfar einnig við Lofotr Vikingmuseum á Borg í Lófót. Hann hefur ritað margar bækur um sögu Noregs á miðöldum og er einn af ritstjórum fjölbindaverks um norska fiskveiðisögu sem nú er í undirbúningi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áður en flóðið kemur
1.4.2014 | 13:53
Áhrifamikil fyrsta skáldsaga Helenu Thorfinn. Sagan segir frá Sofíu sem er metnaðargjörn í nýja starfinu sem yfirmaður þróunaraðstoðar í sænska sendiráðinu í Dhaka, höfuðborg Bangladesh. En lífið í Dhaka kemur róti á hana og í þessum nýja raunveruleika glundroðans veitist erfitt að halda í gildismatið sem virtist svo sjálfsagt við eldhúsborðið heima í Svíþjóð .
Á sama tíma breytist líf systranna Nazrin og Minu, sem búa í þorpi úti á landi, til frambúðar. Í heimi þar sem fátækt, trúarbrögð og gamlar hefðir stjórna lífi ungra kvenna í minnstu smáatriðum neyðast þær til að taka ákvörðun um að segja skilið við ömurleikann og hefja nýtt líf í iðandi stórborginni. Það er allt annað er auðvelt.
Sagan lýsir munaðarfullum heimi diplómata, svangra og bláfátækra kvenna og barna sem vinna við ömurlegan aðbúnað í fataverksmiðjum og vestrænna fjölskyldna með ung börn. Þetta er heimur þar sem framagosar og hugsjónafólk safnast saman á sama sundlaugarbakkanum og hryðjuverk, kvennakúgun, barnaþrælkun og tennisleikir eru sjálfsagður hluti af daglegu lífi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sá er maðurinn II
31.1.2014 | 21:44

Sá er maðurinn II eftir Jón Þ. Þór er nú kominn í allar helstu bókabúðir.Bókin hefur að geyma æviágrip 360 instaklinga sem settu svip á mannkynssögunafrá elstu tímum og fram til 1750. Handhæg og aðgengileg uppflettibók sem hefur mikinn fróðleik að geyma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Töfrasverðið kemur út þriðjudaginn 8. október 2013
5.10.2013 | 20:28

Töfrasverðið, fimmta bókin um flakk Ramónu og Theós um mannkynssöguna sem gefin er út á íslensku, kemur út hjá Urði bókafélagi þriðjudaginn 8. október. Bækurnar eru eftir sænska rithöfundinn Kim M. Kimselius.
Fjórum fyrri bókunum hefur verið mjög vel tekið og er ekki að efa að margir íslenskir aðdáendur Kim bíða spenntir eftir þessari bók sem gerist í Frakklandi á riddaratímanum á 14, öld.
Kim M. Kimselius er væntanleg til Íslands 12. október í stutta heimsókn í boði Norræna félagsins sem býður einum norrænum barna- og unglingabókahöfundi til landsins á ári hverju.
Í tilefni af því býður Urður bókafélag allar fimm bækurnar á sérstöku tilboðsverði, 6000 kr., ef pantað er beint frá forlaginu á netfanginu urður@urður.is eða í síma 5654625.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta íslenska fræðiritið sem kemur út í frumútgáfu á rafbókarformi
31.1.2013 | 14:30
Í dag gefur Urður bókafélag út bókina Sjóðurinn. Saga Fiskiveiðasjóðs Íslands og Fiskveiðasjóðs Íslands 1905-1997 eftir Jón Þ. Þór, sagnfræðing og prófessor við Háskólann á Akureyri. Bókin mun vera hin fyrsta meðal íslenskra fræðirita sem gefin er út í frumútgáfu sem rafbók og sem slík er hún seld hjá rafbókabúðinni Skinnu (skinna.is).
Fáar stofnanir hafa gegnt jafn veigamiklu hlutverki í uppbyggingu íslensks efnahagslífs og atvinnulífs á 20. öld og Fiskveiðasjóður Íslands sem starfaði í 92 ár og er ein farsælasta fjármálastofnunin í sögu þjóðarinnar. Sjóðurinn, eins og Fiskveiðasjóður hét í daglegu tali útgerðarmanna, fjármagnaði stóran hluta uppbyggingar vélbátaflotans á 20. öld og síðustu árin einnig uppbyggingu togaraflotans auk hvers kyns stærri skipa. Þá kom hann ennfremur mikið að uppbyggingu fiskiðjuvera, hafnarframkvæmda, verbúða o.s.frv. Árið 1997 var Fiskveiðasjóður sameinaður fleiri sjóðum í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) sem átti sér skamma og heldur dapurlega sögu.
Sjóðurinn. Saga Fiskiveiðasjóðs Íslands og Fiskveiðasjóðs Íslands 1905-1997 er sem áður segir fyrsta íslenska fræðiritið sem gefið er út í frumútgáfu sem rafbók. Bókin er fáanleg hjá rafbókabúðinni Skinnu og kostar 4.990 krónur.
Bók frá Urði er góð bók!
Bækur | Breytt 5.2.2013 kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fallöxin er komin í bókabúðir
7.11.2012 | 19:13
Urður bókafélag gefur út bókina Fallöxin eftir Kim M. Kimselius. Hér er á ferðinni fjórða bókin um flakk unglinganna Ramónu og Theó um söguna. Bókin er nú fáanleg í flestum bókabúðum.
Smelltu hér til að lesa meira um Fallöxina eftir Kim M. Kimselius.
Tryggðu þér eintak af Fallöxinni!
Bók frá Urði er góð bók!
Bækur | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Klingivals - Ný bók frá Urði
27.7.2012 | 12:40
Urður bókafélag hefur gefið úr bókina Klingivals eftir danska rithöfundinn og blaðakonuna Jane Aamund. Klingivals er fyrsta bókin í samnefndum þríleik (tríólógíu) Jane Aamund.
Þetta er hugnæm, spennandi og feikivel skrifuð skáldsaga byggð á ástum ömmu höfundarins, Júlíönu Jensen á Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn, og skrautlegri fjölskyldu hennar. Aamund dregur upp lifandi mynd af Kaupmannahafnarlífinu á lokaskeiði 19. aldar, fjölskylduháttum, skemmtunum, stéttaskiptingu og upphafi verkalýðsbaráttunnar í Danmörku.
Klingivals er fáanleg í öllum helstu bókaverslunum en hana má einnig panta beint frá Urði bókafélagi.
Smelltu hér til að panta Klingivals eftir Jane Aamund beint frá Urði bókafélagi.
Bók frá Urði er góð bók!
Bloggar | Breytt 19.10.2012 kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)