Júlíana Jensen

   

 DSC_0699Önnur bókin í KLINGIVALS-trílógíu danska rithöfundarins Jane  Aamund.

 Fyrsta bókin, Klingivalsinn, kom út áriđ 2012. 

 Hér segir áfram frá Júlíönu Jensen og litríkri fjölskyldu hennar.  Einstaklega hugljúf og skemmtileg saga sem lýsir vel aldaranda og  erfiđri lífsbaráttu alţýđufólks í Kaupmannahöfn um aldamótin  1900. Ţriđja bókin er vćntanleg snemma á nćsta ári.

                       


Bogi Th. Melsteđ - Ćvisaga hugsjónamanns

Bogi - kápaBogi Th. Melsteđ var einn hinna svonefndu aldamótamanna, ţeirra sem fremstir fóru í sjálfstćđisbaráttu Íslendinga á tímabilinu frá ţví um 1890 og til 1918. Hann bjó lengst af í Kaupmannahöfn, var mikilvirkur frćđimađur og skrifađi mörg rit um sögu Íslendinga sem voru mikiđ lesin hér á landi og víđa til á heimilum. Bogi tók virkan ţátt í íslenskum stjórnmálum, sat um skeiđ á alţingi en starfađi ţó löngum á bak viđ tjöldin. Hann var gagnkunnugur ýmsum helstu stjórnmálaforingjum Dana á fyrstu áratugum 20. aldar, var eins konar óopinber ráđgjafi C. Th. Zahle forsćtisráđherra, og hafđi mikil áhrif á ákvarđanir danskra stjórnmálamanna í “Íslandsmálinu” sem svo var nefnt í Höfn. Bogi beitti sér einnig mikiđ í atvinnu- og menntamálum Íslendinga og áriđ 1912 hafđi hann forystu um stofnun Hins íslenska frćđafélags í Kaupmannahöfn sem enn starfar.
    Bogi hefur lengi legiđ óbćttur hjá garđi í íslenskri söguritun. Í ţessari nýju ćvisögu, sem er ađ verulegu leyti byggđ á áđur lítt ţekktum heimildum, varpar Jón Ţ. Ţór sagnfrćđingur nýju ljósi á hlutverk Boga í sjálfstćđisbaráttunni og um leiđ á ýmsa lítt kunna og gleymda ţćtti í íslenskri stjórnmálasögu öndverđrar 20. aldar. Hér mun margt koma á óvart.
    Bókin er gefin út af Urđi bókafélagi og Hinu íslenska frćđafélagi í Kaupmannahöfn.

Landnámsmenn úr landnorđri

 

Landnámsmenn . . .

Hvađan komu landnámsmenn á Íslandi? Fram til ţessa hefur ţví oftast veriđ haldiđ fram ađ ţeir hafi nćr allir komiđ úr suđvestanverđum Noregi en í ţessu nýja verki bregđur norski sagnfrćđingurinn Alf Ragnar Nielssen nýju ljósi á landnámssöguna og sýnir fram á ađ hartnćr ţriđjungur ţeirra landnámsfjölskyldna sem getiđ er í fornum heimildum íslenskum kom frá Norđur-Noregi – af Hálogalandi og úr Naumudal. Hann greinir frá uppruna ţeirra, hvađan ţćr komu í Noregi og hvar ţćr settust ađ á Íslandi. Ţetta er fróđleg og athyglisverđ viđbót viđ landnámssöguna og skýrir mörg forvitnileg atriđi.

 Alf Ragnar Nielssen er prófessor í sögu fyrri alda viđ Universitetet i Nordland í Bodř og starfar einnig viđ Lofotr Vikingmuseum á Borg í Lófót. Hann hefur ritađ margar bćkur um sögu Noregs á miđöldum og er einn af ritstjórum fjölbindaverks um norska fiskveiđisögu sem nú er í undirbúningi.


Áđur en flóđiđ kemur

  flóđiđÁhrifamikil fyrsta skáldsaga Helenu Thorfinn. Sagan segir frá Sofíu sem er metnađargjörn í nýja starfinu sem yfirmađur ţróunarađstođar í sćnska sendiráđinu í Dhaka, höfuđborg Bangladesh. En lífiđ í Dhaka kemur róti á hana og í ţessum nýja raunveruleika glundrođans veitist erfitt ađ halda í gildismatiđ sem virtist svo sjálfsagt viđ eldhúsborđiđ heima í Svíţjóđ .

Á sama tíma breytist líf systranna Nazrin og Minu, sem búa í ţorpi úti á landi, til frambúđar. Í heimi ţar sem fátćkt, trúarbrögđ og gamlar hefđir stjórna lífi ungra kvenna í minnstu smáatriđum neyđast ţćr til ađ taka ákvörđun um ađ segja skiliđ viđ ömurleikann og hefja nýtt líf í iđandi stórborginni. Ţađ er allt annađ er auđvelt.

Sagan  lýsir munađarfullum heimi diplómata, svangra og bláfátćkra kvenna og barna sem vinna viđ ömurlegan ađbúnađ í fataverksmiđjum og vestrćnna fjölskyldna međ ung börn. Ţetta er heimur ţar sem framagosar og hugsjónafólk safnast saman á sama sundlaugarbakkanum og hryđjuverk, kvennakúgun, barnaţrćlkun og  tennisleikir eru sjálfsagđur hluti af daglegu lífi.


Sá er mađurinn II

Kápa Sá er mađurinn 2

Sá er mađurinn II eftir Jón Ţ. Ţór er nú kominn í allar helstu  bókabúđir.Bókin hefur ađ geyma ćviágrip 360 instaklinga sem settu svip  á mannkynssögunafrá elstu tímum og fram til 1750.  Handhćg og ađgengileg uppflettibók sem hefur mikinn  fróđleik ađ geyma.         


Töfrasverđiđ kemur út ţriđjudaginn 8. október 2013

tofrasverdid_for

Töfrasverđiđ, fimmta bókin um  flakk Ramónu og Theós um mannkynssöguna sem gefin er út á  íslensku, kemur út hjá Urđi bókafélagi ţriđjudaginn 8. október. Bćkurnar eru eftir sćnska rithöfundinn Kim M. Kimselius.  

Fjórum fyrri bókunum hefur veriđ mjög vel tekiđ og er ekki ađ efa ađ margir íslenskir ađdáendur Kim bíđa spenntir eftir ţessari bók sem gerist í Frakklandi á riddaratímanum á 14, öld. 

 Kim M. Kimselius er vćntanleg til Íslands  12. október í  stutta heimsókn í bođi Norrćna félagsins sem býđur einum norrćnum barna- og unglingabókahöfundi til landsins á ári hverju.

 

 Í tilefni af ţví býđur Urđur bókafélag allar fimm bćkurnar á sérstöku tilbođsverđi, 6000 kr., ef pantađ er beint frá forlaginu á netfanginu urđur@urđur.is eđa í síma 5654625. 


Fyrsta íslenska frćđiritiđ sem kemur út í frumútgáfu á rafbókarformi

Í dag gefur UrđuSjóđurinnr bókafélag út bókina Sjóđurinn. Saga Fiskiveiđasjóđs Íslands og Fiskveiđasjóđs Íslands 1905-1997 eftir Jón Ţ. Ţór, sagnfrćđing og prófessor viđ Háskólann á Akureyri. Bókin mun vera hin fyrsta međal íslenskra frćđirita sem gefin er út í frumútgáfu sem rafbók og sem slík er hún seld hjá rafbókabúđinni Skinnu (skinna.is).

Fáar stofnanir hafa gegnt jafn veigamiklu hlutverki í uppbyggingu íslensks efnahagslífs og atvinnulífs á 20. öld og Fiskveiđasjóđur Íslands sem starfađi í 92 ár og er ein farsćlasta fjármálastofnunin í sögu ţjóđarinnar. Sjóđurinn, eins og Fiskveiđasjóđur hét í daglegu tali útgerđarmanna, fjármagnađi stóran hluta uppbyggingar vélbátaflotans á 20. öld og síđustu árin einnig uppbyggingu togaraflotans auk hvers kyns stćrri skipa. Ţá kom hann ennfremur mikiđ ađ uppbyggingu fiskiđjuvera, hafnarframkvćmda, verbúđa o.s.frv. Áriđ 1997 var Fiskveiđasjóđur sameinađur fleiri sjóđum í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) sem átti sér skamma og heldur dapurlega sögu.

Sjóđurinn. Saga Fiskiveiđasjóđs Íslands og Fiskveiđasjóđs Íslands 1905-1997 er sem áđur segir fyrsta íslenska frćđiritiđ sem gefiđ er út í frumútgáfu sem rafbók. Bókin er fáanleg hjá rafbókabúđinni Skinnu og kostar 4.990 krónur.

Bók frá Urđi er góđ bók!


Fallöxin er komin í bókabúđir

 

falloxin forsida

Urđur bókafélag gefur út bókina Fallöxin eftir Kim M. Kimselius. Hér er á ferđinni fjórđa bókin um flakk unglinganna Ramónu og Theó um söguna. Bókin er nú fáanleg í flestum bókabúđum.

Smelltu hér til ađ lesa meira um Fallöxina eftir Kim M. Kimselius.

Tryggđu ţér eintak af Fallöxinni!

Bók frá Urđi er góđ bók!


Klingivals - Ný bók frá Urđi

Klingivals   kápaUrđur bókafélag hefur gefiđ úr bókina Klingivals eftir danska rithöfundinn og blađakonuna Jane Aamund. Klingivals er fyrsta bókin í samnefndum ţríleik (tríólógíu) Jane Aamund.

Ţetta er hugnćm, spennandi og feikivel skrifuđ skáldsaga byggđ á ástum ömmu höfundarins, Júlíönu Jensen á Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn, og skrautlegri fjölskyldu hennar. Aamund dregur upp lifandi mynd af Kaupmannahafnarlífinu á lokaskeiđi 19. aldar, fjölskylduháttum, skemmtunum, stéttaskiptingu og upphafi verkalýđsbaráttunnar í Danmörku.

Klingivals er fáanleg í öllum helstu bókaverslunum en hana má einnig panta beint frá Urđi bókafélagi.

Smelltu hér til ađ panta Klingivals eftir Jane Aamund beint frá Urđi bókafélagi.

Bók frá Urđi er góđ bók!


Dr. Valtýr fáanleg sem rafbók

valtyr.jpgDr. Valtýr - ćvisaga eftir Jón Ţ. Ţór er nú fáanleg á rafbók hjá íslensku rafbókabúđinni Skinna.is. Ţetta er fyrsta bókin sem Urđur bókafélag gefur út sem fáanleg er á rafbók.

Dr. Valtýr er ćvisaga eins umdeildasta stjórnmálamanns Íslandssögunnar, Dr. Valtýs Guđmundssonar, sem lék stórt hlutverk í sjálfstćđisbaráttunni og fleiri hitamálum íslenskra stjórnmála á árunum í kringum aldamót. Hann var einnig mikilsvirtur frćđimađur og athafnamađur.

Dr. Valtýr kom fyrst út hjá Bókaútgáfunni Hólum en seldist ţar upp og var svo endurútgefin í kilju hjá Urđi bókafélagi fyrir rúmum tveimur árum síđan. Alls hafa selst vel á annađ ţúsund eintaka af bókinni og nú er hún sem sagt fáanleg sem rafbók. Verđ bókarinnar er 1.290 krónur.

Smelltu hér til ţess ađ kaupa Dr. Valtý sem rafbók.

Bók frá Urđi er góđ bók!


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband