Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2017
Frá miklahvelli til mannheima eftir Ólaf Halldórsson og Lúđvík E. Gústavsson
20.11.2017 | 16:48
Frá miklahvelli til mannheima er saga alheimsins. Sagt er frá síaukinni fjölbreytni alheimsins eftir miklahvell. Úr einföldum ögnum verđa til stjörnur og vetrarbrautir. Svo bćtir í fjölbreytni ţegar líf kviknar á einum fylgihnetti tiltekinnar stjörnu, sólar okkar. Miklu seinna koma fram lífverur sem skynja sjálfar sig út fyrir ramma augnabliksins - mannfólkiđ.
Bókin er ekki bara saga alheimsins, lífsins eđa mannfólksins. Međ ţví ađ horfa á alheiminn sem eina órofna heild, eina alsögu, sjáum viđ betur af hverju viđ urđum ţćr manneskjur sem viđ erum og höfum örlög jarđarinnar í hendi okkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Svartidauđi
20.11.2017 | 16:37
Urđur bókafélag hefur gefiđ út bókina Svartadauđa eftir Kim M. Kimselius og er ţađ sjötta bók ţessa vinsćla sćnska höfundar sem kemur út á íslensku.
Sagan gerist áriđ 1348, áriđ ţegar Plágan mikla Svartidauđi herjađi í Evrópu og lagđi nćrri helming íbúa álfunnar ađ velli. Ramóna og Theó eru á ferđalagi á Ítalíu ţegar ţau flytjast skyndilega til í tíma og hafna í Flórens á árinu 1348, ţegar Svartidauđi geisađi í borginni. Í Flórens kynnast ţau ungri stúlku, Minette, sem býr yfir hrikalegu leyndarmáli. Ţá átta Ramóna og Theó sig á ţví hvar ţau eru og á hvađa tíma og flýja úr borginni ásamt Minette.
Saman lenda ţau í spennandi en óhugnanlegum ćvintýrum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)