Bloggfćrslur mánađarins, mars 2010

Dr. Valtýr - Ćvisaga

Valtýr mynd

Urđur bókafélag gefur út bókina Dr. Valtýr – Ćvisaga, eftir Jón Ţ. Ţór sagnfrćđing, í kilju í tilefni ţess ađ hinn 11. mars nk. eru 150 ár liđin frá fćđingu dr. Valtýs Guđmundssonar. Bókin kom áđur út hjá Bókaútgáfunni Hólum áriđ 2004 en seldist upp og hefur veriđ ófáanleg um nokkurt skeiđ.

Í bókinni eru ćvi og starfsferill ţessa merka frćđi- og stjórnmálamanns rakin auk ţess sem fjallađ er ítarlega um áherslur hans í stjórnmálum. Óhćtt er ađ fullyrđa ađ fáir íslenskir stjórnmálamenn hafa veriđ jafn umdeildir og Valtýr Guđmundsson var um aldamótin 1900. Valtýskan, stefna sú er hann mótađi og fylgdi í sjálfstćđisbaráttu ţjóđarinnar, klauf ţjóđina í tvennt en hún var ţó fráleitt hans eina baráttumál enda var dr. Valtýr mikill áhugamađur um uppbyggingu íslensks atvinnulífs. Hann átti mikinn ţátt í stofnun Íslandsbanka (elsta) áriđ 1904, lagningu sćsíma til Íslands og hafđi forystu um stofnun Fiskveiđasjóđs Íslands áriđ 1905, svo nokkur dćmi séu nefnd.

Hann var kennari í íslenskum bókmenntum og sögu viđ Hafnarháskóla í tćp 40 ár, mikilvirkur frćđimađur og rithöfundur og stofnađi tímaritiđ Eimreiđina, eitt vinsćlasta tímarit sem út hefur komiđ á íslensku. Ţví ritstýrđi hann, og gaf út, í rúma tvo áratugi en í Eimreiđinni birtu ýmis ţekkt skáld og og ungir rithöfundar sínar fyrstu ritsmíđar, t.d. Davíđ Stefánsson frá Fagraskógi og Gunnar Gunnarsson.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband