Ný prentun af Aftur til Pompei komin
18.12.2009 | 09:26

Eins og fram kom hér á bloggi Urðar bókafélags í síðustu viku var fyrsta prentun Aftur til Pompei eftir Kim M. Kimselius á þrotum hjá útgefanda en ný prentun væntanleg.
Bækurnar nýprentuðu eru nú komnar í hús og um að gera að tryggja sér eintak af þessari frábæru og mjög fróðlegu unglingabók sem m.a. hefur verið notuð sem ítarefni við sögukennslu í sænskum grunnskólum.
Aftur til Pompei lenti í þriðja sæti í vali starfsfólks bókaverslana á bestu þýddu barnabókunum, smelltu hér til þess að sjá frétt um valið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.