Ég er ekki norn
28.10.2010 | 14:52
Urđur bókafélag gefur út bókina Ég er ekki norn eftir sćnska rithöfundinn Kim M. Kimselius í íslenskri ţýđingu Elínar Guđmundsdóttur.
Hér er á ferđinni önnur bókin um stúlkuna Ramónu sem ásamt Theó félaga sínum ferđast um í tíma og kynnist ţannig mörgum af merkustu atburđum mannkynssögunnar af eigin raun. Fyrsta bók höfundar, Aftur til Pompei, kom út hjá Urđi bókafélagi fyrir síđustu jól og naut mikilla vinsćlda en hún var m.a. á međal bestu ţýddu barna- og unglingabóka síđasta árs ađ mati starfsfólks bókaverslana.
Kim M. Kimselius hefur gefiđ út 16 bćkur sem allar hafa notiđ mikilla vinsćlda í Svíţjóđ og hafa bćkur hennar veriđ gefnar út á fjölda tungumála. Sögulegar skáldsögur hennar um ţau Ramónu og Theó eru 13 talsins en auk ţess ađ vera mjög skemmtilegar aflestrar eru bćkurnar einkar fróđlegar og hafa ţćr m.a. veriđ notađar sem ítarefni viđ sögukennslu í sćnskum skólum.
Eins og nafniđ gefur til kynna gerist Ég er ekki norn á tímum nornaofsókna á 17. öld. Ţetta er ćsispennandi og skemmtileg frásögn fyrir fróđleiksfúsa unglinga á öllum aldri. Bók sem óhćtt er ađ mćla međ.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.