Aftur til Pompei

Aftur til PompeiUrđur bókafélag gefur út unglingabókina Aftur til Pompei eftir sćnska rithöfundinn Kim M Kimselius og er hún komin í bókabúđir.

Bókin fjallar um Ramónu sem fer í skólaferđalag til Ítalíu til ađ skođa  uppgröftinn í borginni Pompei, borginni sem grófst undir ösku ţegar eldfjalliđ Vesúvíus gaus áriđ 79 e. Kr. Ramónu er hálf ómótt og hún fćr undarlega tilfinningu í allan líkamann ţegar hún skođar gifsafsteypur af íbúum borgarinnar sem fórust í eldgosinu. Hún skríđur undir bekk til ađ hvíla sig og steinsofnar.

Skyndilega vaknar hún í fornri borg sem iđar af mannlífi. Hún hefur flust til í tíma og er stödd í Pompei fyrir eldgosiđ! Hún verđur dauđskelkuđ. Hún veit ađ borgin mun eyđast og allir íbúarnir farast, líka hún og Theó vinur hennar, sem hún kynntist í Pompei, ef ţeim tekst ekki ađ forđa sér í tćka tíđ. En hún veit ekki hvenćr eldfjalliđ Vesúvíus fer ađ gjósa. Verđur ţađ eftir hundrađ ár, tíu ár eđa tíu mínútur ... ?

Aftur til Pompei er fyrsta bók Kim M. Kimselius sem sló í gegn áriđ 1997. Bókin hefur veriđ ţýdd á mörg tungumál og nýtur  vinsćlda hjá breiđum aldurshópi. Kim M. Kimselius glćđir söguna um eldgosiđ í Pompei lífi og fer međ lesandann í spennandi leiđangur aftur í tímann.

Um höfundinn og bćkur hans

Sćnski rithöfundurinn Kim M. Kimselius sló í gegn međ fyrstu bók sinni Aftur til Pompei áriđ 1997. Allar götur síđan hefur hún notađ sögulegar stađreyndir og frjótt ímyndunarafl til ađ skrifa spennandi söguleg ćvintýri ţar sem hún lýsir atburđum og lifnađarháttum fólks fyrr á öldum. Í bókum hennar er mikill sögulegur fróđleikur og ţćr hafa heillađ lesendur á öllum aldri. Ţćr eru m.a. notađar í skólum sem ítarefni. Kim  M. Kimselius  hefur m.a. skrifađ tólf bćkur um ćvintýri Ramónu og Theós og gerast ţau á mismunandi tímum mannkynsögunnar, til dćmis í frönsku byltingunni, međal víkinga og Inka í Suđur-Ameríku, í Egyptalandi faróanna, á tímum Svarta dauđa o.s.frv. Bćkur Kimselius eru afar spennandi og erfitt er ađ leggja ţćr frá sér.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband