Lestu fyrsta kaflann!

norninÁ heimasíđu Borgarbókasafns Reykjavíkur má nú nálgast fyrsta kafla úr báđum ţeim unglingabókum sćnska rithöfundarins Kim M. Kimselius sem komiđ hafa út á íslensku hjá Urđi bókafélagi, ţ.e. Aftur til Pompei sem kom út í fyrra og Ég er ekki norn sem kom út nú í haust.

Ţađ er tilvaliđ fyrir ţá sem vilja kynna sér bćkurnar áđur en ţćr eru keyptar ađ kíkja á fyrsta kaflann en bókum Kimselius hefur hvarvetna veriđ vel tekiđ. Bćkurnar eru skáldsögur međ sögulegu ívafi og eins og áđur hefur komiđ fram hér á síđunni eru ţćr m.a. notađar sem ítarefni í sögukennslu í sćnskum grunnskólum.

Ţá er vert ađ minna á ađ Aftur til Pompei var í fyrra valin ţriđja besta ţýdda barna- og unglingabók ársins af starfsfólki íslenskra bókaverslana.

Smelltu hér til ađ lesa 1. kafla Ég er ekki norn á vef Borgarbókasafnsins

Smelltu hér til ađ lesa 1. kafla Aftur til Pompei á vef Borgarbókasafnsins

Smelltu hér til ađ lesa meira um Ég er ekki norn

Smelltu hér til ađ lesa meira um Aftur til Pompei

Smelltu hér til ađ heimsćkja Fésbókarsíđu Urđar bókafélags

 

Mundu: Bók frá Urđi er góđ bók!

 


Séra Ţórhallur fjallar um bók Gardells

um guđ

Séra Ţórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarđarkirkju, fjallar á bloggsíđu sinni um bók Jonas Gardell Um Guđ sem nýlega kom út hjá Urđi bókafélagi. Hann segir m.a.:

„Gardell er mjög gagnrýninn á hefđbundnar skođanir kirkjunnar og guđfrćđinnar og knýr lesandann til ađ horfa ferskum augum á viđfangsefniđ - hvernig óteljandi hugmyndir féllur í ţann straum sem úr varđ kenning Biblíunnar um Guđ og um Jesú.“

Smelltu hér til ađ lesa fćrslu séra Ţórhalls.

Ég er ekki norn

norninUrđur bókafélag gefur út bókina Ég er ekki norn eftir sćnska rithöfundinn Kim M. Kimselius í íslenskri ţýđingu Elínar Guđmundsdóttur.

Hér er á ferđinni önnur bókin um stúlkuna Ramónu sem ásamt Theó félaga sínum ferđast um í tíma og kynnist ţannig mörgum af merkustu atburđum mannkynssögunnar af eigin raun. Fyrsta bók höfundar, Aftur til Pompei, kom út hjá Urđi bókafélagi fyrir síđustu jól og naut mikilla vinsćlda en hún var m.a. á međal bestu ţýddu barna- og unglingabóka síđasta árs ađ mati starfsfólks bókaverslana.

Kim M. Kimselius hefur gefiđ út 16 bćkur sem allar hafa notiđ mikilla vinsćlda í Svíţjóđ og hafa bćkur hennar veriđ gefnar út á fjölda tungumála. Sögulegar skáldsögur hennar um ţau Ramónu og Theó eru 13 talsins en auk ţess ađ vera mjög skemmtilegar aflestrar eru bćkurnar einkar fróđlegar og hafa ţćr m.a. veriđ notađar sem ítarefni viđ sögukennslu í sćnskum skólum.

Eins og nafniđ gefur til kynna gerist Ég er ekki norn á tímum nornaofsókna á 17. öld. Ţetta er ćsispennandi og skemmtileg frásögn fyrir fróđleiksfúsa unglinga á öllum aldri. Bók sem óhćtt er ađ mćla međ.


Um Guđ

um guđUrđur bókafélag gefur út bókina Um Guđ eftir sćnska rithöfundinn Jonas Gardell. Í bókinni fjallar Gardell, sem í nćr aldarfjórđung hefur veriđ einn allra vinsćlasti rithöfundur og skemmtikraftur Svíţjóđar, um Gamla testamentiđ á sinn eigin hátt.

Hvernig varđ hugmyndin um Guđ til? Hvernig getur Guđ veriđ í senn kćrleiksríkur og blóđţyrstur? Hvenćr kom hugmyndin um eilíft líf fram? Hvađ eru margar sköpunarsögur í Biblíunni? Allt eru ţetta spurningar sem Gardell veltir upp og leitar svara viđ í ţessari bók.

Um Guđ er einkar áhugaverđ bók sem óhćtt er ađ mćla međ.


Dr. Valtýr - Ćvisaga

Valtýr mynd

Urđur bókafélag gefur út bókina Dr. Valtýr – Ćvisaga, eftir Jón Ţ. Ţór sagnfrćđing, í kilju í tilefni ţess ađ hinn 11. mars nk. eru 150 ár liđin frá fćđingu dr. Valtýs Guđmundssonar. Bókin kom áđur út hjá Bókaútgáfunni Hólum áriđ 2004 en seldist upp og hefur veriđ ófáanleg um nokkurt skeiđ.

Í bókinni eru ćvi og starfsferill ţessa merka frćđi- og stjórnmálamanns rakin auk ţess sem fjallađ er ítarlega um áherslur hans í stjórnmálum. Óhćtt er ađ fullyrđa ađ fáir íslenskir stjórnmálamenn hafa veriđ jafn umdeildir og Valtýr Guđmundsson var um aldamótin 1900. Valtýskan, stefna sú er hann mótađi og fylgdi í sjálfstćđisbaráttu ţjóđarinnar, klauf ţjóđina í tvennt en hún var ţó fráleitt hans eina baráttumál enda var dr. Valtýr mikill áhugamađur um uppbyggingu íslensks atvinnulífs. Hann átti mikinn ţátt í stofnun Íslandsbanka (elsta) áriđ 1904, lagningu sćsíma til Íslands og hafđi forystu um stofnun Fiskveiđasjóđs Íslands áriđ 1905, svo nokkur dćmi séu nefnd.

Hann var kennari í íslenskum bókmenntum og sögu viđ Hafnarháskóla í tćp 40 ár, mikilvirkur frćđimađur og rithöfundur og stofnađi tímaritiđ Eimreiđina, eitt vinsćlasta tímarit sem út hefur komiđ á íslensku. Ţví ritstýrđi hann, og gaf út, í rúma tvo áratugi en í Eimreiđinni birtu ýmis ţekkt skáld og og ungir rithöfundar sínar fyrstu ritsmíđar, t.d. Davíđ Stefánsson frá Fagraskógi og Gunnar Gunnarsson.


Ég er ekki norn!

Ţađ er okkur hjá Urđi bókafélagi mikil ánćgja ađ tilkynna ađ ákveđiđ hefur veriđ ađ önnur bók Kim M. Kimselius kemur út á ţessu ári ţó enn hafi ekki veriđ alveg ákveđiđ hvenćr á árinu ţađ verđur. Bókin heitir á sćnsku Jag är ingen Häxa! og hefur í íslenskri ţýđingu fengiđ titilinn Ég er ekki norn! Nánar verđur tilkynnt um útgáfuna hér á bloggi Urđar ţegar útgáfudagur liggur fyrir.

 

Hér ađ neđan má finna stuttan úrdrátt úr bókinni:

 

„Nei, ekki aftur!ˮ hrópar Ramóna skelkuđ.

Theó veit nákvćmlega hvers vegna hún hrópađi: Nýtt tímaflakk! Hvert fćru ţau nú?

Á nćsta andartaki standa ţau viđ logandi bál ţar og efst á ţví er stöng sem ung stúlka er bundin viđ. Ţau hika hvergi og reisa stiga viđ báliđ. Ramóna klifrar upp og leysir stúlkuna.

Fólk stendur sem steinrunniđ kringum báliđ og horfir á ţau. En ţegar Ramóna, Theó og stúlkan leggja á flótta upphefjast miklar nornaveiđarnar. Ţau hafa hafnađ á tíma galdrafárs. Brátt verđa ţau sökuđ um galdra og ţeirra bíđa sömu örlög og ţau björguđu stúlkunni frá.

 


Ritdómur um Rússland Pútíns

Anna 001

Í nýjasta tölublađi veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla, sem gefiđ er út af Stofnun stjórnsýslufrćđa og stjórnmála viđ Háskóla Íslands er ađ finna ritdóm um bókina Rússland Pútíns eftir rússnesku blađakonuna Önnu Politkovskaju, sem Urđur bókafélag gaf út á árinu.

Í ritdómnum sem er eftir Pétur Berg Matthíasson, stjórnmála- og stjórnsýslufrćđing, er efni bókarinnar rakiđ í mjög stuttu máli og í niđurlaginu segir m.a.:

„Allir sem lesa ţessa bók verđa fyrir vonbrigđum međ ţađ sem er ađ gerast í Rússlandi. Ljóst er ađ Rússland á langt í land ađ verđa lýđrćđisríki ţar sem mannréttindi eru virt. Ţessi bók er nauđsynleg fyrir alla ţá sem vilja skyggnast bak viđ tjöldin og sjá Rússland eins og ţađ er í raun og veru.“

Smelltu hér til ađ lesa dóminn í heild sinni.

Rússland Pútíns má nálgast í öllum helstu bókabúđum landsins og hana má einnig panta beint međ ţví ađ smella hér og senda póst til Urđar bókafélags. Ţetta er bók sem á erindi í alla pakka.


Ný prentun af Aftur til Pompei komin

Aftur til Pompei

Eins og fram kom hér á bloggi Urđar bókafélags í síđustu viku var fyrsta prentun Aftur til Pompei eftir Kim M. Kimselius á ţrotum hjá útgefanda en ný prentun vćntanleg.

Bćkurnar nýprentuđu eru nú komnar í hús og um ađ gera ađ tryggja sér eintak af ţessari frábćru og mjög fróđlegu unglingabók sem m.a. hefur veriđ notuđ sem ítarefni viđ sögukennslu í sćnskum grunnskólum. 

Aftur til Pompei lenti í ţriđja sćti í vali starfsfólks bókaverslana á bestu ţýddu barnabókunum, smelltu hér til ţess ađ sjá frétt um valiđ.

Aftur til Pompei međal bestu ţýddu barnabóka

Aftur til Pompei

Aftur til Pompei eftir Kim M. Kimselius í íslenskri ţýđingu Elínar Guđmundsdóttur, sem Urđur bókafélag gefur út, varđ í ţriđja sćti á lista starfsfólk bókaverslana yfir ţýddar barnabćkur í jólabókaflóđinu í ár.

Fréttablađiđ birtir í dag frétt um verđlaunaveitingu starfsfólks bókaverslana og um leiđ lista yfir ţćr bćkur sem lentu í efstu sćtum. Ţar segir m.a. ađ sextíu bóksalar hafi tekiđ ţátt í valinu.

Smelltu hér til ţess ađ sjá frétt Fréttablađsins.

 


Álit ungra lesenda á Aftur til Pompei

Aftur til Pompei

DV fékk hina 13 ára gömlu Maríu Gústavsdóttur til ţess ađ skrifa ritdóm um Aftur til Pompei eftir Kim M. Kimselius og fékk bókin fjórar stjörnur hjá ritrýninum unga sem segir hana bćđi spennandi og áhrifaríka. „Mér finnst ţessi bók segja manni ađ flestir ćttu bara ađ vera ánćgđir međ líf sitt eins og ţađ er og ţakka fyrir ađ geta lifađ góđu lífi,“ segir María m.a. í dómnum.

Ritdóm Maríu má finna međ ţví ađ smella hér.

Ţá hefur Stefán Snćr Friđriksson, sem einnig er 13 ára gamall, sent Urđi bókafélagi stuttan dóm um bókina sem hann gefur ţrjár stjörnur.

Ritdóm Stefáns Snćs má lesa hér ađ neđan:

Bókin Aftur til Pompei er ágćt bók. Hún var ekki neitt sérstök í byrjun ţví ţađ var bara eiginlega ekki neitt ađ gerast en hún batnađi.

Bókin fjallar um stelpu sem fer ađ skođa rústir Pompei, hún sofnar á bekk og kemst á einhvern hátt aftur til fortíđar. Í fortíđinni reynir hún ađ vara íbúana viđ ţeim hörmungum sem beiđ ţess ţ.e.a.s. eldgos úr eldfjallinu Vesúvíusi. Hún var of sein ađ vara fólkiđ viđ en tókst sjálfri ađ komast í skjól á međan ţúsundir manns dóu í hörmungunum.

En hvernig komst ţessi stelpa i fortíđina og aftur til framtiđar? Ţađ skildi ég ekki alveg. Ég les nú ekkert rosalega mikiđ (hlusta meira á íslendingasögurnar á hljóđbókum) en ţessi bók var bara allt í lagi. Mér líkađi ţađ vel ađ hún á sér stođ í sögunni, byggir á atburđum sem raunverulega gerđust.

Ég gef henni ţrjár stjörnur.“

 



 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband