Landnámsmenn úr landnorðri
4.6.2014 | 11:36
Hvaðan komu landnámsmenn á Íslandi? Fram til þessa hefur því oftast verið haldið fram að þeir hafi nær allir komið úr suðvestanverðum Noregi en í þessu nýja verki bregður norski sagnfræðingurinn Alf Ragnar Nielssen nýju ljósi á landnámssöguna og sýnir fram á að hartnær þriðjungur þeirra landnámsfjölskyldna sem getið er í fornum heimildum íslenskum kom frá Norður-Noregi af Hálogalandi og úr Naumudal. Hann greinir frá uppruna þeirra, hvaðan þær komu í Noregi og hvar þær settust að á Íslandi. Þetta er fróðleg og athyglisverð viðbót við landnámssöguna og skýrir mörg forvitnileg atriði.
Alf Ragnar Nielssen er prófessor í sögu fyrri alda við Universitetet i Nordland í Bodø og starfar einnig við Lofotr Vikingmuseum á Borg í Lófót. Hann hefur ritað margar bækur um sögu Noregs á miðöldum og er einn af ritstjórum fjölbindaverks um norska fiskveiðisögu sem nú er í undirbúningi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.