Áður en flóðið kemur

  flóðiðÁhrifamikil fyrsta skáldsaga Helenu Thorfinn. Sagan segir frá Sofíu sem er metnaðargjörn í nýja starfinu sem yfirmaður þróunaraðstoðar í sænska sendiráðinu í Dhaka, höfuðborg Bangladesh. En lífið í Dhaka kemur róti á hana og í þessum nýja raunveruleika glundroðans veitist erfitt að halda í gildismatið sem virtist svo sjálfsagt við eldhúsborðið heima í Svíþjóð .

Á sama tíma breytist líf systranna Nazrin og Minu, sem búa í þorpi úti á landi, til frambúðar. Í heimi þar sem fátækt, trúarbrögð og gamlar hefðir stjórna lífi ungra kvenna í minnstu smáatriðum neyðast þær til að taka ákvörðun um að segja skilið við ömurleikann og hefja nýtt líf í iðandi stórborginni. Það er allt annað er auðvelt.

Sagan  lýsir munaðarfullum heimi diplómata, svangra og bláfátækra kvenna og barna sem vinna við ömurlegan aðbúnað í fataverksmiðjum og vestrænna fjölskyldna með ung börn. Þetta er heimur þar sem framagosar og hugsjónafólk safnast saman á sama sundlaugarbakkanum og hryðjuverk, kvennakúgun, barnaþrælkun og  tennisleikir eru sjálfsagður hluti af daglegu lífi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband